Leirlistakonurnar Anna K Jóhannsdóttir, Catherine Collart, Janice Hunter og Joan Grönfeldt Kristensen frá Danmörku verða með sýnikennslu og fyrirlestra á vinnustofu leirlistafélagsins að Korpúlfsstöðum, laugardaginn 1. júni frá kl. 12:00 – 16:30.
-
Obevarabrennsla – sýnikennsla í rakubrennslu með obevara tækni sem felst meðal annars í því að dýfa glóandi hlutum ofan í lög úr bjór og hveiti.
-
Pappírspostulín – sýnikennsla á tækni sem ein kvennanna hefur þróað til að búa til pappírspostulín.
-
Yfirborðsáferðir – fyrirlestur um yfirborðsáferðir og tækni við glerjun.
-
Grafísk tækni – sýnikennsla í grafískri tækni á leir.
-
Nordjyske keramikere – fyrirlestur um samtök keramikera á Norður- Jótlandi.
Þátttakendum býðst að koma með einn til tvo litla hluti í obevarabrennsluna. Hlutirnir þurfa að vera hrábrenndir og úr grófum leir, einnig þarf að vera auðvelt að grípa í þá með töng.
Skrá þarf þáttöku fyrir 25. maí en einungis takmarkaður fjöldi kemst að. Þátttökugjald er 6.5oo kr. og greiðist inn á reikning 322-26-191919 kt: 190756-5729.
Í hléi verður boðið upp á kaffi og meðlæti (innifalið í gjaldi) og tækifæri til að spjalla og skoða myndir frá Danmörku.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Hafsteinsdóttir í síma 699-2992 eða með tölvupósti á
gudnyhaf@simnet.is.