Hugarflug, ráðstefna Listaháskóla Íslands um snertifleti listsköpunar og rannsókna fer fram dagana 16.-17. maí.
Skólinn efnir nú í annað sinn til ráðstefnunnar, en hún mikilvægur liður í uppbyggingu listrannsókna við skólann og býður upp á tækifæri til umræðna, tengslamyndunar og almennrar miðlunar á þeim rannsóknum sem eiga sér stað á sviðinu.
Á Hugarflugi kynna tæplega 80 listamenn, hönnuðir, sjálfstætt starfandi fræðimenn, háskólakennarar og framhaldsnemar rannsóknarverkefni sín út frá heimspeki, arkitektúr, listkennslu, myndlist, safnafræði, leiklist, tónlist og listfræði. Rýnt er í efnistök, aðferðir, samstarf, miðla, kenningar eða niðurstöður verkefna sem ýmist eru í vinnslu eða er lokið.
Dagskrá ráðstefnunnar auk útdráttum erinda má nálgast á heimasíðu Listaháskólans:
Dagskrá fimmtudagsins 16. maí
Dagskrá föstudagsins 17. maí
Í ráðstefnunefnd sátu Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Ásthildur Jónsdóttir.