Saga Leirbrennslunnar Glits - þáttur Gerhard Schwarz í íslenskri leirlistasögu
Sunnudaginn 5. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga með Aldísi Báru Einarsdóttur um sýninguna Innlit í Glit. Aldís nam leirmunagerð hjá þýska leirlistamanninum Gerhard Schwarz, sem kom til starfa við leirbrennsluna Glit árið 1968 og starfaði þar til 1973.
Í spjallinu gefst innsýn á þær breytingar hjá Glit sem voru innleiddar í tíð Gerhards. Lögð var áhersla á magnframleiðslu og gerðar ýmsar tilraunir með íslensk jarðefni og aðferðir við hraunásetningu, en það varð ríkjandi skreyti á Glitmunum á þessum tíma.
Lítið hefur verið fjallað um störf Gerhard Schwarz á Íslandi en hjá Glit vann hann að þróun stórra vörulína sem voru notaðar allan 8. áratuginn og fram á þann 9. áratug síðustu aldar og margir þekkja. Aldís Bára starfar sem leirkerasmiður í dag. Hún er dóttir Einars Elíassonar, eins stofnenda Glits og kom að undirbúningi sýningarinnar sem nú stendur yfir.
Verið velkomin!
Opið alla daga kl. 12-17, lokað mánudaga.
Nánari upplýsingar á vefsíðu
Hönnunarsafns Íslands.