Harpa, tónlistar-og ráðstefnuhús í Reykjavík hlýtur ein virtustu byggingarlistarverðlaun heims – Mies van der Rohe verðlaunin 2013. Alls voru 350 byggingar í 37 Evrópulöndum tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í hádeginu á morgun, föstudaginn 7.júní í Mies van der Rohe Pavilion í Barcelona.
Þau
verk sem hljóta Mies van der Rohe verðlaunin njóta alþjóðlega athygli og umfjöllun. Síðast hlaut Neues Museum
í Berlín eftir
David Chipperfield Architects verðlaunin (2011) og þar áður Óperuhúsið í Osló eftir Snöhetta (2009). Verðlaunin eru virtustu byggingarlistaverðlaun sem Íslandi hefur hlotnast. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, fulltrúar frá Henning Larsen, Batteríinu og Studio Ólafs Elíassonar munu taka við verðlaununum í Mies van der Rohe Pavilion í Barcelona þann 7. júní.
„Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna leggur formaðurinn, Wiel Arets, einkum áherslu á þrennt: þá ákvörðun að ljúka við byggingu Hörpu þrátt fyrir kreppuna, einstaka tengingu byggingarinnar við höfnina og umhverfi Reykjavíkur og einstaka samvinnu við Ólaf Elíasson um glerhjúpinn utan um húsið,“ samkvæmt tilkynningu.
Dagskrá 7.júní í Mies van der Rohe Pavilion í Barcelona er svohljóðandi:
10:00 – 11:00 Blaðamannafundur
Staðsetning: Mies van der Rohe Pavilion
12:00 – 13:00 Verðlaunaafhending
Staðsetning: Mies van der Rohe Pavilion
13:30 – 14:30 Opnun á sýningu um 25 ára sögu þessara virtu verðlauna og afhending bæklings um verðlaunahafa.
Staðsetning: Sala de la Cúpula, Museu Nacional d’Art de Catalunya
Verðlaunin voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona. Þeim er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri byggingarlist hverju sinni og koma allar byggingar sem lokið var við á árunum tveimur fyrir afhendinguna til greina.
Harpa er verk arkitektastofu Henning Larsen í Danmörku, í samvinnu við Batteríið á Íslandi og Stúdíós Ólafs Elíassonar í Berlín.
Nánari upplýsingar um verðlaunin má finna á vefsíðu
Mies Arch - European Union Prize.
Myndir frá verðlaunaafhendingunni 7. júní 2013: