Fréttir

26.4.2013

Úthlutun úr Minnningarsjóði Guðjóns Samúelssonar



Þrjú rannsóknar og útgáfuverkefni á sviði arkitektúrs hlutu styrk úr minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar í dag, föstudaginn 26. apríl. Veitt er úr sjóðnum í 10 sinn í ár og fer úthlutun fram annað hvert ár.

Styrkirnir voru afhentir í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b í Reykjavík. Alls bárust 8 umsóknir um styrki úr sjóðnum í ár, þar af 6 vegna rannsókna og útgáfu bóka/ rita, 1 vegna stuttmyndagerðar og 1 vegna varðveislu myndbandsupptaka. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins er tilgangur hans sá Tilgangur sjóðsins skv. skipulagsskrá er „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda“.

Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum í ár:

Dennis D. Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar hlutu 500.000 kr. styrk til að hefja undirbúning að útgáfu rannsóknarverkefnisins Íslensk byggingarsaga – áhrif frá Bretlandseyjum.

Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur hlutu 500.000 kr. styrk vegna útgáfu bókarinnar Reykjavík eins og hún hefði getað orðið.

Pétur H. Ármannsson arkitekt hlaut 400.000 kr. styrk vegna útgáfu yfirlitsrits um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts.

Stjórn sjóðsins skipa arkitektarnir Sigríður Ólafsdóttir (formaður), Sigurður Einarsson, Ásmundur H. Sturluson, Guðmundur Gunnarsson og formaður Bandalags íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir.

Mynd: Fyrir framan standa Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og fyrir aftan standa Dennis D. Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar. Á myndina vantar Pétur H. Ármannsson arkitekt.
















Yfirlit



eldri fréttir