art365.is auglýsir eftir hönnuðum og arkitektum til að sýna verk sín í almanakinu List í 365 daga. Almanakið kemur út í fyrsta sinn í september á þessu ári og spannar það almanaksárið 2014. Áhugasamir geta haft sótt um á netfanginu info@art365.is.
Almanakið inniheldur verk 365 listamanna, myndlistarmanna, hönnuða, skálda, ljósmyndara, kvikmyndagerðamanna o.s.frv, sem allir eru tengdir íslensku listalífi á einn eða annan hátt. Hverjum listamanni verður úthlutað einni síðu, einum degi, í almanakinu þar sem að verk hans er til sýnis. Verkið verður prentað á vandaðan endurunnin pappír í stærðinni 28x33.5cm.
Markmiðið er að sýna þá miklu grósku og gerjun sem á sér stað í skapandi greinum hér á landi.
Við val á listamönnum eru gæði og fjölbreytni höfð að leiðarljósi en boðið er til leiks listamönnum úr ólíkum greinum, s.s. myndlistarmönnum, hönnuðum, skáldum, arkitektum, ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum svo eitthvað sé nefnt.