Fréttir

11.4.2013

Óskað eftir hönnuðum í almanakið List í 365


art365.is auglýsir eftir hönnuðum og arkitektum til að sýna verk sín í almanakinu List í 365 daga. Almanakið kemur út í fyrsta sinn í september á þessu ári og spannar það almanaksárið 2014. Áhugasamir geta haft sótt um á netfanginu info@art365.is.

Almanakið inniheldur verk 365 listamanna, myndlistarmanna, hönnuða, skálda, ljósmyndara, kvikmyndagerðamanna o.s.frv, sem allir eru tengdir íslensku listalífi á einn eða annan hátt. Hverjum listamanni verður úthlutað einni síðu, einum degi, í almanakinu þar sem að verk hans er til sýnis. Verkið verður prentað á vandaðan endurunnin pappír í stærðinni 28x33.5cm.

Markmiðið er að sýna þá miklu grósku og gerjun sem á sér stað í skapandi greinum hér á landi. Við val á listamönnum eru gæði og fjölbreytni höfð að leiðarljósi en boðið er til leiks listamönnum úr ólíkum greinum, s.s. myndlistarmönnum, hönnuðum, skáldum, arkitektum, ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum svo eitthvað sé nefnt.
















Yfirlit



eldri fréttir