Fréttir

8.4.2013

Vistmennt býður í móttöku



Haldið er upp á það með formlegum hætti í húsnæði Listaháskólans í Þverholti 11, miðvikudaginn 17. apríl að alþjóðlega verkefninu Vistmennt er nú að ljúka.

Kynnt verður ritröð Arkitekta­ félags Íslands um vistvænar áherslur í byggðu umhverfi . Fyrsta ritið í röðinni er nú að koma út. Það nefnist Val á vistvænni byggingarefnum. Höfundar eru arkitektarnir Björn Guðbrandsson, Aðalsteinn Snorrason og Egill Guðmundsson. Verkefnið hefur staðið yfir frá því haustið 2010 og hefur markmið þess verið að þróa og staðfæra kennsluefni tengdu sjálfbærni í byggðu umhverfi á Íslandi.

Vistmennt er þriggja landa verkefni til tveggja ára sem styrkt er af Leonardo Menntaáætlun ESB. Verkefnið er hýst hjá Listaháskóla Íslands og leitt af Arkitektafélagi Íslands en auk þessara aðila koma Iðan-símenntun, Tækniskólinn, danska arkitektafélagið, rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í Danmörku (SBi) og breska ráðgjafafyrirtækið Genex að verkefninu.

Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D. umhverfishönnun er verkefnisstjóri Vistmennta.
















Yfirlit



eldri fréttir