Verslunin JÖR by Guðmundur Jörundsson opnar föstudaginn 12. apríl kl. 20 á Laugarvegi 89. Þá verður slegið til veislu og eru allir velkomnir.
Guðmundur Jörundsson útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Á meðan hann var enn í námi hannaði hann línu fyrir GK Reykjavík og jafnframt stofnaði hann ásamt Kormáki og Skyldi merki undir þeirra nafni.
Í oktober 2012 frumsýndi Guðmundur línu undir eigin nafni JÖR by Guðmundur Jörundsson en hann heldur jafnframt áfram að vera listrænn stjórnandi fyrir línu Kormáks og Skjaldar.
Viðburðurinn á
facebook.