Fréttir

26.3.2013

Láð og lögur í Norræna húsinu



Samsýning á einstöku finnsku og íslensku nútímaskarti sem innblásið er af villtri náttúru. Sýningin stóð fyrst í Hanaholmen í Finnlandi sem hluti af World Design Capital Helsinki 2012, en er nú í Norræna húsinu frá 14. mars til 14. apríl 2013. Sýningarstjóri er Päivi Ruutiainen.

Samsýning á einstöku finnsku og íslensku nútímaskarti sem er innblásið af villtri náttúru. Sýningin stóð fyrst í Hanaholmen í Finnlandi sem hluti af World Design Capital Helsinki 2012 dagskránni, en verður í Norræna húsinu frá 14. mars til 14. apríl 2013. Finnland og Ísland deila norðlægri hnattstöðu og hafa þjóðarnir þurft að komast af við alls konar aðstæður frá náttúrunnar hendi. Áhrif umhverfisins eru greinileg í skartgripagerð beggja þjóða og koma fram ýmist áþreifanlega eða sem viðfangsefni. H

ver listamaður túlkar á sinn hátt hvað skartgrípur er og markar eigin spor með verkum sínum sem hafa margháttað listrænt gildi. Auk þess að dýpka innsýn okkar í skartgrípasmíð auka gripirnir á sýningunni okkar á löndunum tveimur. Listamennirnir eru Guðbjörg Ingvarsdóttir, Hildur Ýr Jónsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Helena Lehtinen, Sari Liimatta, Helga Mogensen, Eija Mustonen, Orr, Anu Peippo, Anna Rikkinen og Nelli Tanner. Sýningarstjóri er Päivi Ruutiainen.

Sýningarsalirnir Norræna hússins eru opnir þri-sun frá kl. 12-17.
















Yfirlit



eldri fréttir