Fréttir

6.5.2013

Ráðstefna | Hönnun ferðamannamannastaða



Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir ráðstefnu um hönnun ferðamannastaða, um næstu helgi, dagana 7.-9. júní. Hægt er að kaupa miða á einstaka viðburði á ráðstefnunni. Nú fer hver að verða síðastur, örfá sæti laus á fyrirlestradaginn á föstudaginn!

Fimmtudagur 6. júní - Móttaka

20:00 Móttaka í boði FÍLA

Í tengslum við ársfund norrænna fagfélaga landslagsarkitekta bíður Félag íslenskra landslagsarkitekta til móttöku kl. 20:00 (staðsetning verður tilkynnt síðar). Allir félagar í FÍLA eru velkomnir - skráning

Föstudagur 7. júní - Málþing

Á málþinginu, sem fer fram á ensku og er opin öllum áhugasömum, munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um áhugaverð hönnunarverkefni m.a. áfangastaði í bandarískum þjóðgörðum, forna þingstaði á norðurlöndum, ferðamannaleiðir og ýmsa áfangastaði innanlands sem utan.

Ráðstefnugjald er 6.500kr.- skráning

12:00 | Skráning
12:30 | Setning | Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt og formaður stjórnar Félags íslenskra landslagsarkitekta FÍLA
12:45 | Ávarp | Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

13:00 | Lykilerindi | U.S. National Park Design Tradition and the Mission 66 Program’s Success and Failures | Ethan Carr, Ph.D. landslagsarkitekt FASLA og prófessor við University of Massachusetts
13:30 | Place Matters | Annemarie Lund, landslagsarkitekt og ritstjóri tímaritsins Landskab
13:50 | A Path for the Eye | Rainer Stange, landslagsarkitekt hjá Dronninga Landskab og prófessor við Institutt for Urbanisme og landskab, Arkitektur- og designhøgskolen í Noregi

14:10 |  Kaffihlé

14:30 Scenic Roads in Norway | Gyda Grendstad, landslagsarkitekt og deildarstjóri hjá Norsku Vegagerðinni
14:50 | Connections through the Water Landscape | Arto Kaituri, landslagsarkitekt, deildarforseti í landslagsarkitektúr við háskólann í Tampere og formaður stjórnar félags landslagsarkitekta í Finnlandi
15:10 | Storytelling and Identity through Recreational Planning | Emily Wade, landslagsarkitekt hjá Landskapslaget AB í Svíþjóð
15:30 | Tourist Destinations in Iceland - Challenges and Development | Sveinn Rúnar Traustason, landslagsarkitekt og umhverfisstjóri hjá Ferðamálastofu

15:50 | Kaffihlé

16:10 | Revealing Places – the Visual Journey | Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti Hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
16:20 | Interpreting Spaces: Stöng in Þjórsárdalur | Karl Kvaran, arkitekt hjá Interpreting Spaces (IS) í Frakklandi
16:30 | Scenic Highways in Iceland | Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt og lektor í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands

16:40 Umræður | Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D., landslagsarkitekt FÍLA
17:00 Ráðstefnulok og samantekt |Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt og formaður stjórnar FÍLA

Málstofustjóri er Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D., landslagsarkitekt FÍLA

19:00 Hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Fiskmarkaðurinn,
Matseðillinn kostar 8.900kr. - skráning

Laugardagur 8. júní - Dagsferð

Dagsferð með rútu: Reykjavík // Þingvellir // Borgarfjörður // Reykjavík - skráning

Laugardaginn 7. júní verður lagt upp í rútuleiðangur um Þingvelli og Borgarfjörð með viðkomu í Reykholti, Deildartunguhver, Hraunfossum og Barnafossum, Bifröst og Borgarnesi (Landnámssetrið, Brákarey og Englendingavík). Leiðsögn verður á ensku.

Dagsferðin kostar 15.000kr. - skráning

Innifalið í verði eru morgunhressing á Þingvöllum, hádegisverður Í Reykholti, síðdegishressing á Bifröst og kvöldverður í Edduveröld í Borgarnesi!

08:30 Brottför frá BSÍ
09:10 Göngutúr og morgunhressing í þjóðgarðinum á Þingvöllum
10:30 Ekið um Uxahryggi og Lundarreykjadal
11:30 Deildartunguhver
12:15 Hádegisverður í Reykholti
14:00 Hraunfossar – Barnafossar
15:30 Gengið um Bifröst og Grábrók. Síðdegishressing á Kaffi Bifröst
17:30 Borgarnes skoðað m.a. Brákarey, Landnámssetrið, gamla mjólkursamsalan og Englendingavík
19:00 Kvöldverður í Edduveröld
22:00 Áætlaður komutími til Reykjavíkur

Sunnudagur 9. júní - Hjólaferð

Hjólaferð um Reykjavík - skráning

Lagt verður af stað frá Norræna húsinu. Fyrsti áfangastaðurinn er Nauthólsvík en þaðan verður hjólað um Fossvogsdal að Elliðaárósum, vestur Suðurlandsbraut að Grasagarðinum þar sem verðskulduð hressing bíður hjólagarpa í Café Flóru! Mögulegt að leigja hjól!

11:00 – 14:00 Norræna húsið, Nauthólsvík, Fossvogur, Elliðaárósar, Suðurlandsbraut og Laugardalur (Café Flóra)

Skráning fer fram hér

Leiðbeiningar:
1. Beðið er um grunnupplýsingar ráðstefnugests og með því fylla þær út er viðkomandi þar með skráður á ráðstefnuna í Norræna húsinu.
2. Þegar smellt er á "next" er hægt að skrá sig á næsta viðburð og svo koll af kolli.
3. Ef ekki er áhugi fyrir að skrá sig í aðra atburðir er einfaldlega smellt á next þangað til komið er að greiða heildar summuna.
















Yfirlit



eldri fréttir