Fréttir

23.3.2013

Kynning á háskólanámi í Bandaríkjunum



"College Day Scandinavia - Reykjavík" fer fram í Verslunarskóla Íslands föstudaginn 12. apríl kl. 15-18. Fulltrúar 17 háskóla í Bandríkjum verða á staðnum, þar á meðal verða fulltrúar frá Parsons og Savannah College of Art and Design (SCAD). Kynning er ætluð þeim sem hyggja á grunnnám sem og masters- eða doktorsnám.


Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir íslenska nemendur til að kynna sér námsframboð, íþróttastyrki, inntökuskilyrði og annað er tengist námi í bandarískum háskólum.
Kynningin er ekki síður mikilvæg fyrir íslenska mennta-og háskóla sem gætu komið á framtíðarsamstarfi við einhverja skólana.

Þátttaka í viðburðinum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku.
Þátttakendur skrá sig hér.

Fulltrúar eftirtaldra skóla verða til tals:

1. East Carolina University
2. UC, Irvine
3. Pace University
4. Emporia State University
5. Loyola University Chicago
6. Quinnipiac University
7. Concordia University Wisconsin
8. Savannah College of Art and Design (SCAD)
9. Kendall College
10. Metropolitan College of New York
11. Parsons The New School for Design and Parsons Paris
12. University of Minnesota
13. Embry Riddle Aeronautical University
14. University of Wisconsin-Milwaukee
15. Saint Louis University
16. Bellevue College
17. Coastal Carolina University

Fulbright stofnunin í samvinnu við Amís, Verslunarskóla Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi skipuleggur kynningu bandarískra háskóla á Norðurlöndunum.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu College Day Scandinavia 2013.


















Yfirlit



eldri fréttir