Fréttir

3.4.2013

Skráning er hafin á Nýsköpunarþingið 2013



Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið fimmtudaginn 18. apríl nk. frá kl. 8:30 – 10:30 á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni ÍSLENSK SPRETTFYRIRTÆKI – skilyrði og árangur.

Í lok þings verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 afhent en í fyrra var það fyrirtækið Primex á Siglufirði sem hlaut verðlaunin. Fundarstjóri er Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 verða veitt en það var fyrirtækið Primex á Siglufirði sem hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012

Dagskrá Nýsköpunarþingsins 2013
* Ávarp. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
* Fostering gazelles in Iceland compared with the other Nordic countries. Glenda Napier, Policy Researcher and Project Manager for NGER
* Managing fast growing companies. Patrik Backman, Managing Partner at Open Ocean Capital Oy
* Hefði CCP getað vaxið hraðar? Hilmar Ingi Veigarsson, forstjóri CCP
* Öðruvísi tónlistaratriði
* Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 afhent

Skráning fer fram hér eða í síma 522-9000
















Yfirlit



eldri fréttir