Fréttir

10.4.2013

Ungum hönnuðum og arkitektum boðið til Berlínar



Þremur íslenskum hönnuðum og/eða arkitektum verður boðin þátttaka í tveggja daga norrænni kynningardagskrá í Berlín 2. september 2013. Dagskráin er styrkt af Norðurlandaráði og greitt verður fyrir ferðir og hótel. Umsóknarfrestur er til 22. apríl.


Boðið er til dagskrárinnar í tilefni samnorrænnar hönnunarsýningar "Söderberg verðlaunahönnuða" í Felleshus næsta sumar en sýningunni lýkur með opnu húsi fyrir almenning á torgi sendiráðanna sunnudaginn 1. september og með hönnunarkynningu með þeim hönnuðum sem eiga verk á sýningunni 2. september . Kynningin verður undirbúin í samstarfi við félag þýskra hönnuða eða "Verband deutscher Designer".

Upprennandi norrænum hönnuðum og/eða arkitektum verður boðin þátttaka í norrænni kynningardagskrá í Berlín þar af fá þrír frá Íslandi tækifæri. Goethe-stofnunin mun standa fyrir dagskránni sem tekur yfir tvo daga þar sem komið verður við á ýmsum stöðum í borginni sem áhugaverðir eru fyrir unga upprennandi hönnuði. Dagskráin er styrkt af Norðurlandaráði og greitt verður fyrir ferðir og hótel.

Hönnuðum sem hafa áhuga á að taka þátt í kynningardagskránni í Berlín geta sótt um til og með 22. apríls. Beðið er um CV umsækjenda og og stutta skriflega lýsingu á hvers vegna viðkomandi vill taka þátt í dagskránni. Ekki þarf að skila portfólíó en umsækjendum er í sjálfsvald sett hvort þeir vísi á heimasíðu sína með verkefnum eða kynni útvalin verkefni stuttlega. Umsóknir sendist rafrænt á samkeppni@honnunarmidstod.is (þetta er ekki samkeppni þó svo nafnið á pósthólfi gefi það til kynna).

Steinunn Sigurðardóttir, fulltrúi frá Hönnunarmiðstöð Íslands og Linda Björg Árnadóttir, fulltrúi frá Listaháskóla Íslands munu fara yfir umsóknir og annast val þeirra þriggja lánsömu hönnuða sem verður boðið að taka þátt í kynningardagskránni í Berlín. Hönnuðir og arkitektar úr öllum fagstéttum eru hvattir til að sækja um.
















Yfirlit



eldri fréttir