Fréttir

28.3.2013

Hönnuðir hittast | Endurmat HönnunarMars



Hönnuðir hittast næst 10. apríl, kl. 17:30 á Bergson og verður umræðan tileinkuð nýafstöðnum HönnunarMars. Þátttakendum gefst þá tækifæri til að ræða saman og við skipuleggjendur hátíðarinnar um framkvæmdina; hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur.

Endurmatsfundir líkt og þessir eru mikilvægir í þróun hátíðarinnar til framtíðar og eru þátttakendur og aðrir hönnuðir hvattir til að mæta.

Hér
má finna viðburðinn á Facebook.
















Yfirlit



eldri fréttir