Reykjavík Fashion Festival (RFF) fór fram í fjórða sinn dagana 14. til 16. mars 2013. Í ár fór hátíðin fram í Hörpu og jafnframt í samvinnu við HönnunarMars. Sjö hæfileikaríkir íslenskir fatahönnuðir kynntu næstkomandi haust- og vetralínur. Uppsetning hátíðarinnar í ár var í höndum þýsku sýningarhönnuðanna Wolfram Glatz og Valentin Lüdicke hjá Atelier Kontrast, og heppnaðist vel.
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson opnaði hátíðina formlega fimmtudaginn 14. mars í Gyllta salnum á Hótel Borg þar sem fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt fagfólki úr tískuiðnaðinum voru saman komin. Þar á meðal má nefna heiðurstgest RFF í ár, heimsþekkta tískuljósmyndaran Roxanne Lowit.
Tískuvaka í Reykjavík fór einnig fram fimmtudagskvöldið 14. mars í samstarfi við HönnunarMars og voru margar tískuverslanir í miðborginni opnar frameftir sem lífgaði upp á bæjarlífið með skemmtilegum viðburðum.
Á föstudeginum var erlendum og innlendum kaupendum boðið í svokölluð showrooms eða sýningarými þar sem þau gátu kynnt sér nýjustu línur þátttakenda RFF.
Aðalviðburður RFF fór fram á laugardeginum en þá fóru fram sjö tískusýningar í Eldorgarsal Hörpu:
Andersen & Lauth sýndi nýju línuna Timeless Passion sem einkenndist af klassískum og rómantískum pallíettu flíkum.
REY sýndi haust- og vetralínu 2013 sem er mínimalísk með klassískum sniðum.
Guðrún Guðjónsdóttir, fatahönnuðurinn á bak við
Huginn Muninn sýndi nýjustu haust- og vetralínuna. Línan samanstóð af dömu og herrafantaði og einkenndist af vönduðum sniðum og smáatriðum innblásnum af einni undirtegund vísindaskáldskapar, Steampunk.
Farmers Market sýndi línuna Frjálst er í fjallasal og er hún innblásin af íslenskri arfleið og sveitarómantík. Tónlist Jóels Pálssonar, Davíðs Þórs Jónssonar og Matthíasar Hemstock spilaði stóran sess í sýningunni og gengu fyrirsæturnar þunglamalega um undir lifandi tónum í takt við djúpar fossadrunur.
JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON sýndi sýna aðra línu sem innihélt bæði dömu- og herraflíkur. Jakkaföt og dragtir voru einkennandi fyrir línuna sem er dökk og ógnandi en svarthvítar renndur og nútíma grafísk mynstur eru áberandi.
ELLA sýndi haust- og vetralínu 2013 en sú lína þótti kvennleg og gáskafull og stóðu ljósir litir og klassískt sniðnir kjólar uppúr. Sýningunni lauk með því að fyrirsæturnar dönsuðu við lag Retro Stefson, Glow, og söng Unnsteinn Manuel Stefánsson á meðan confetti ringdi yfir salinn.
Mundi og 66°Norður sem frumsýndu línu sína, Snow Blind. Mundi leiddi gesti hátíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu þar sem sýnt var video verk. Fyrirsæturnar í verkinu klæddust nýju línunni sem samanstendur af framleiðslu og hönnun 66°Norðurs í bland við mynstur Munda. Hápunktur sýningarinnar var þegar fimm fyrirsætur birtust uppúr sviðinu á hlaupabrettum við mistískan reyk.
Á meðan á sýningunum stóð gátu tískuunnendur notið ljósmyndasýningar eftir Roxanne Lowit en verk hennar spönnuðu flottustu augnablik í heimi tískunnar síðustu fjóra áratugi. Gestirnir höfðu einnig tækifæri til að bera augum verk eftir Ásgrím Má Friðriksson að nafni Hot Air.
Að loknum þremur dögum af tísku og hönnun, í samstarfi við HönnunnarMars, þótti Reykjavik Fashion Festival takast vel til. Styrktaraðilar Reykjavík Fashion Festival voru Icelandair, Icelandair Hotels, Reykjavíkurborg, Icelandic Glacial Water, Reyka Vodka, Coke Light og Elite Model Look á Íslandi; í sameiningu við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús, DK, Nowfashion og Atelier Kontrast.
Ljósmynd: Hulda Sif