Á Mannamóti í mars munum við heyra frá Súsönnu Rós Westlund framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Iceland is Hot og Systu Björnsdóttur hönnuði og liststjórnanda. Mannamót er haldið síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, nú 27. mars á Reykjavík Marína kl.17-18:30.
Súsanna notar nær eingöngu samfélagsvefi í sölu og markaðsstarfi sínu en þar hefur hún náð góðum árangri. Viðskiptavinir hafa komið í gegnum Facebook og Twitter, en auk þeirra notar Súsanna samfélagsvefinn LinkedIn grimmt og þaðan hefur hún náð mjög góðum sölusamningum. Súsanna mun segja okkur frá hvernig hún hefur aukið viðskipti sín með nýtingu samfélagsmiðla.
Systa flutti nýlega aftur heim til Íslands, en hún starfaði í yfir 20 ár í auglýsingaiðnaðinum á Ítalíu og tekið að sér margs konar verkefni, allt frá auglýsingagerð í stuttmyndir, tískuljósmyndun í innanhússhönnun. Systa mun deila með okkur reynslu sinni á Ítalíu og segja okkur frá spennandi verkefnum sem hún hefur tekið að sér um heim allan.
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18:30
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Mannamótin eru virkilega vel heppnuð og skemmtileg, og auðvitað fróðleg.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.