Fréttir

20.3.2013

Ostwald Helgason hlýtur Menningarverðlaun DV 2012 í hönnun



Hönnunartvíeykið Ostwald Helgason var tilnefnt annað árið í röð. Árið einkennst af ævintýralegum uppgangi hjá þeim Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald frá því að þau frumsýndu fatalínu sína á tískuvikunni í New York í byrjun árs 2012. Þau leita innblásturs víða og meðal þess sem hafði áhrif á nýjustu línu þeirra eru söngleikurinn Litla hryllingsbúðin og náttúruunnandinn og hönnuðurinn William Morris. Þeim tekst að flétta saman húmor og fágun á skapandi hátt í hönnun sinni og umfram allt að skapa klæðilegan fatnað fyrir alþjóðlegan markað. Ingvar og Susanne hafa ýmist verið kölluð óvæntar stjörnur eða nýliðar ársins af virtustu tískumiðlunum.

Auk þeirra voru tilnefnd í flokkinum hönnun: HönnunarMars, Reykjavík Letterpress, Andrea Maack og ð ævisaga.
















Yfirlit



eldri fréttir