Home & Delicious er veftímarit og vefsíða um heimili, mat sem og
allt umhverfi okkar. Blaðið er frítt og er gefið út bæði á íslensku og
ensku. Það er beintengt vefsíðunni homeanddelicious.is sem byggir á sömu hugmyndafræði.
Útgefendur eru hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og
ritstjóri Home & Delicious og Gunnar Sverrisson ljósmyndari.
Matur og matartengt efni er stór hluti Home & Delicious því það að koma saman og njóta góðs matar er ástríða og góður tími varinn með fjölskyldu og vinum. Vefsíðan og blaðið er byggt upp á myndrænan hátt og gert út á sjónræna upplifun.
Á síðunni er birt nýtt efni daglega og er henni haldið mjög virkri milli þess sem veftímaritið kemur út.
Home & Delicious er framhald af Halla Bára og Gunnar hafa unnið við og komið að síðustu ár. Þau gáfu út tímaritið Lifun sem kom út með Morgunblaðinu og ritstýrðu tímaritinu Veggfóðri sem 365 gaf út. Þá hafa þau gefið út þrjár bækur um íslensk heimili og hönnun.
Hér má fletta nýútgefnu veftímaritinu