Dagskrár-app HönnunarMars var unnið í samstarfi við Símann og er
aðgengilegt fyrir android og iphone. Um að gera að skipuleggja þessa 4
daga vel og búa sér til sína eigin dagskrá í síma-appinu.
Síminn er einn af aðal samstarfsaðilum HönnunarMars. Framlag Símans er glæsilegt snjallsímaforrit sem er hannað af HönnunarMars, en þróað af Símanum og Locals Recommend.
Forritið er þarfasti þjónninn þegar maður er að raða saman sinni HönnunarMars dagskrá, en það er í boði fyrir iPhone og Android. Í því má finna alla dagskrána, viðtöl við einstaka hönnuði, Twitter og bloggstrauma, staðsetningar og margt fleira.
Til að sækja forritið má skanna kóðann á myndinni hérna fyrir neðan. Einnig er hægt að smella
hér fyrir iPhone og
hér fyrir Android. Allar nánari upplýsingar fyrir HönnunarMars má finna á
www.honnunarmars.is.