Tvær kvikmyndasýningar verða í tengslum við HönnunarMars í Bíó Paradís.
Heimildamyndin Teaching to See, um Inge Druckrey verður sýnd
þriðjudaginn 12. mars kl. 20. Guðmundur Oddur spjallar við Druckrey og
bíógesti að sýningu lokinni en hún er einn þeirra hönnuða sem halda
erindi á fyrirlestradeginum í Þjóðleikhúsinu þann 14. mars.
Sunnudaginn 17.mars kl. 18 verður sýnd leikinn kvikmynd eftir Paola Suhonen, stofnanda og einn aðalhönnuðar Ivana Helsinki.
Teaching to See – Leikstýrða af Andrei Severny, framleidd af Edward Tufte
Bandaríkin, 2012. 40 mín.
Þriðjudagur 12. mars kl. 20.00
Heimildarmynd um Inge Druckrey sem hefur starfað sem grafískur hönnuður um áratugaskeið. Druckrey hefur fengist við kennslu í fremstu hönnunarskólum Bandaríkjanna og í myndinni miðlar hún sterkri sýn sinni á sköpunarferlið. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir hughrifin sem þessi fagurlega sagða saga segir af gildum sjónrænnar skynjunar.
Inge Druckrey verður viðstödd sýninguna og tekur þátt í spjalli við Guðmund Odd Magnússon, prófessor við LHÍ og gesti að henni lokinni.
Þess má geta að Inge Druckrey heldur erindi á fyrirlestradag HönnunarMars í Þjóðleikhúsinu þann 14. mars og eru miðar á fyrirlestradaginn fáanlegir hér.
Seven Heaven Love Ways – Paola Suhonen (Ivana Helsinki),
Finnland, 2012. 86 mín.
Sunnudagur 17. mars kl. 18.00
...
7 dagar, 7 nætur, 7 ferðalög og 7 ástarsögur. Smá geðveiki, fullt af
ást og ferðalag um lendur villta vestursins er sögusvið Seven Heaven
Love Ways. Myndin gerist á vegamóteli í eyðimörk Texas fylkis, rétt við
mexíkósku landamærin.
Höfundurinn, Paola Suhonen er stofnandi og
aðalhönnuður finnska fatahönnunar-fyrirtækisins Ivana Helsinki. Seven Heaven Love Ways er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Chip Taylor semur tónlist. Hér má sjá trailer úr myndinni.