Fréttir

3.3.2013

HönnunarMars teygir anga sína til Kaupmannahafnar



Vorgleði í Skabt á Istedgade á HönnunarMars | 16. mars kl. 14.00

Í tilefni af HönnunarMars býður Skabt, ný hönnunarbúð á Istedgade í hjarta Kaupmannahafnar, til vorgleði. Skabt opnaði 16. nóvember á síðasta ári við sérlega góðar viðtökur.

Að baki Skabt standa 12 fata-og skartgripahönnuðir, en meðal þeirra er Birna Sigurjónsdóttir, sem hefur búið i borginni um áralangt bil og hannar fatnað á bæði kynin. Birna segist bjartsýn á framtíð Skabt, búðin sé skemmtileg og fjölbreytt. "Okkur tókst vel að sameina krafta mismunandi hönnuða á ólíkum aldri með ólíkan bakgrunn", segir Birna, sem kom því ekki við að taka þátt í HönnunarMars í Reykjavík, og bjó því svo um hnútana að Skabt býður til vorgleði í tilefni HönnunarMars í búðinni sinni í Kaupmannahöfn.

Hluti af hópnum ásamt fleirum rekur einnig hönnunarbúð i stórverslunarmiðstöðinni Fields, Field's Designstore, sem nýverið flutti í stærra og betra húsnæði í Fields.

http://www.facebook.com/events/273696429430340/
















Yfirlit



eldri fréttir