Hertz á Íslandi, Bílaleiga Flugleiða ehf. og Hönnunarmiðstöð Íslands undirrituðu á dögunum samstarfsyfirlýsingu til næstu þriggja ára. Hertz hefur þar með bæst í hóp þeirra góðu samstarfsaðila Hönnunarmiðstöðvarinnar um HönnunarMars.
Í samkomulaginu felst að Hertz gerir Hönnunarmiðstöð kleift að sinna gestum sínum enn betur en áður á meðan HönnunarMars stendur. Hertz mun um leið nýta sér það efni sem Hönnunarmiðstöð framleiðir, viðskiptavinum sínum til upplýsinga, en fyrirspurnum ferðamanna á íslenskri hönnun og arkitektúr hefur aukist í takt við aukinn straum gesta til landsins.
Mynd: Kristján Bergmann Sigurjónsson markaðsstjóri Hertz og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands undirrita samninginn. Ljósmyndari: Valgarður Gíslason.