Fimmtán grafískir hönnuðir og myndskreytar sýna á hinu fornfræga Kaffi Mokka við Skólavörðustíg á HönnunarMars Fjallað er um hringrás í víðu ljósi og hver hönnuður túlkar hugtakið hringrás á sinn hátt í einu myndverki. Sýningin verður einnig sett upp í TastySpace í Las Vegas í apríl.
Þátttakendur í sýningunni eru:
Þorleifur Gunnar Gíslason, Bobby Breiðholt, Signý Kolbeinsdóttir, Elli Egilsson, Siggi Odds, Hrefna Sigurðardóttir, Kristín Agnarsdóttir, Dóri Andrésson, Kristjana S Williams, Hrafn Gunnars, Sig Vicious, Jónas Valtýsson og Erla María Árnadóttir, Alli Metall, Ragnar Freyr og Halldór Andri Bjarnason.
Kaffi Mokka Skólavörðustígur 3A
fim. 14.03. kl. 09.00-18.30,
fös. 15.03. kl. 09.00-18.30,
lau. 16.03. kl. 09.00-18.30,
sun. 17.03. kl. 09.00-18.30