Fréttir

9.2.2013

Íslenski markaðsdagurinn haldinn í Hörpu 1. mars



Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Hörpu í salnum Silfurbergi föstudaginn 1.mars kl.8.30 - 16.00. Hver og einn sem áhuga hefur á markaðsmálum og vill vera vel tengdur lætur auðvitað þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Von er á góðum erlendum gestum sem fyrr, en þau munu flytja ólík en afar áhugaverð erindi um m.a. tilfinningaleg tengsl í markaðssetningu, breytta kauphegðun og trúverðuleika, dreifingaþjónustu netverslana, og safabarina sem allir eru ólmir í. 



Ráðstefnustjóri er Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Marel.

Simonetta Carbonaro verður á meðal fyrirlesara á ÍMARK deginum

Simonetta Carbonaro er sérfræðingur í neytendasálfræði, markaðsáætlunum (strategic marketing) og hönnunarstjórn (design management). Hún rannsakar hugmyndir og hegðun neytenda og spáir í hvert neytendamenningin stefnir. Simonetta er einn af eigendum ráðgjafafyrritækisins REALISE, prófessor við sænska textílskólann í Borås og gestaprófessor við The London College of Fashion.

Nánari upplýsingar og skráning á ÍMARK daginn
















Yfirlit



eldri fréttir