Umsóknarfrestur fyrir DesignMatch hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 19. febrúar. Nú eru að detta í hús staðfestingar mikilvægra fyrirtækja sem rétt er að hönnuðir viti um.
Skemmst er að minnast staðfestingu Wrong for Hay sem er nýtt merki, staðsett í Lundúnum, undir hatti hins danska HAY. WfH mun leggja áherslu á lýsingu, húsgögn og fylgihluti fyrir fyrirtæki og heimiliu. Vörulínan verður sett saman af hlutum hönnuðum af listrænum stjórnanda merkisins, Sebastian Wrong og alþjóðlegum hönnuðum þar sem viðráðanleg verð fara saman við hugvitsamlega hönnun.
Nánari upplýsingar um kaustefnuna má finna
hér.