Fréttir

7.2.2013

Hönnunarfyrirtækið Leynivopnið hlýtur Graphis Gold Award fyrir veggspjald



Hönnunarfyrirtækið Leynivopnið hlýtur Graphis Gold Award fyrir veggspjald, hannað fyrir vörulínuna Float. Float er ný íslensk vörulína, sem þau hönnuðu einnig, er hönnuð til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði. Veggspjaldið er valið til birtingar í bókinni Graphis Poster Annual 2013.

Graphis útgáfan var stofnuð í Sviss árið 1944 en er nú starfandi í New York. Graphis hefur frá upphafi gefið út bækur og tímarit um það besta sem er að gerast í auglýsingum og hönnun í heiminum. Hönnuðir veggspjaldsins eru Einar Gylfason og Unnur Valdís, ljósmyndina tók Gunnar Svanberg.
















Yfirlit



eldri fréttir