Fréttir

1.2.2013

Opinn kynningardagur í öllum húsum LHÍ 8. febrúar



Föstudaginn 8. febrúar verður kynningardagur í öllum húsum Listaháskólans milli kl. 14:00 og 18:00.

Kennarar og starfsfólk taka vel á móti þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nám við Listaháskólann. Kynningar á námsbrautum á BA- og MA stigi verða í hverju húsi. Umsóknarmöppur nemenda sem komust inn í skólann verða til sýnis ásamt verkum nemenda og skoðunarferðir verða um húsnæði deildanna.

Listaháskólinn er með starfssemi í þremur húsum og er nám hverrar deildar kynnt í húsnæði deildarinnar.

* Hönnunar- og arkitektúrdeild, Þverholti 11
* Myndlistardeild, Laugarnesvegi 91
* Leiklistar- og dansdeild og tónlistardeild, Sölvhólsgötu 13

Nánari upplýsingar um kynningardagskrána þennan umrædda dag má finna hér.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2013-2014 er til 15. mars, nánari upplýsingar má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir