Fréttir

7.2.2013

Marcos Zotes útfærir opnunaratriði Vetrarhátíðar




Opnunaratriði Vetrarhátíðar Jón Gnarr borgarstjóri setur Vetrarhátíð á Austurvelli kl. 19:30, fimmtudaginn 7. febrúar. Opnunarverkið, "PIXEL CLOUD" eftir arkítektinn Marcos Zotes, umbreytir Austurvelli í stórbrotna upplifun ljóss, lita og hreyfingar við tónlist Edda Egilssonar, "Cosmos".

Að opnun lokinni fara fram tónleikar víðsvegar í kringum Austurvöll.

Vetrarhátíð stendur yfir dagana 7. - 10. febrúar með viðburðum um alla borg og að venju er Safnanótt haldin á föstudeginum. Vetrarhátíð í Reykjavík fagnar ljósi og vetri með dagskrá sem tengist menningu og listum, orku og útivist, íþróttum, umhverfi og sögu. Hún lýsir upp skammdegið með uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum, og gefur borgarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sér að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar á vetrarhatid.is
















Yfirlit



eldri fréttir