Fréttir

6.2.2013

Harpa meðal fimm verka sem keppa um Mies van der Rohe verðlaunin 2013



Evrópuverðlaunin í arkitektúr sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe eru án efa einhver virtustu byggingarlistaverðlaun heims. Þau eru veitt annað hvert ár og Ísland hefur hverju sinni rétt á að gera tillögur um allt að fimm verk í hóp þeirra mörgu sem um heiðurinn keppa.

Í ár gerði valnefnd tillögu um fjögur verk og þeirra á meðal var Harpa - Tónlistar og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, sem nú er kominn í „stuttlista“ þeirra fimm sem endanlega verður valið úr. Þetta eru að sönnu mjög ánægjuleg tíðindi fyrir byggingarlist á Íslandi en þau verk sem hljóta Mies van der Rohe verðlaunin njóta gjarnan alþjóðlegrar athygli og umfjöllunar.

Nánar upplýsingar má finna á vefsíðu Mies Arch - European Union Prize 2013
















Yfirlit



eldri fréttir