Fréttir

8.2.2013

Íslenskir hönnuðir sýna á Stockholm Design Week



Íslenskir hönnuðir taka þátt í tveimur sýningum á Stocholm Design Week.

Þá er annars vegar um að ræða sýninguna 13Al+ þar sem íslenskir hönnuðir sýna þróunarverkefni með ál sem efnivið.  Verkefnið er unnið í samstarfi við íslenska og sænska álframleiðendur og eru það hönnuðurirnir Sigga Heimis, Snæbjörn Stefánsson, Þóra Birna, Garðar Eyjólfsson og  Katrín Ólína sem taka þátt í verkefninu.

Hins vegar taka nokkrir hönnuðir þátt í stóru samsýningunni Stockholm Furniture Fair, en það eru Volki, Bryndís Bolladóttir og Á. Guðmundsson.

Nánari upplýsingar veitir Sari Peltonen, sari@icelanddesign.is +354 8629324.
















Yfirlit



eldri fréttir