Fréttir

4.2.2013

Kallað eftir tilnefningum | Menningarverðlaun DV í flokki arkitektúrs



Dómnefnd um menningarverðlaun DV í flokki arkitektúrs óskar eftir tilnefningum á verkum sem lokið var á árinu 2012. Leitað er eftir verkefnum á breiðu sviði manngerðs umhverfis.

Tilnefningar ásamt stuttri lýsingu á verkefni, ljósmyndum og teikningum eftir því sem við á, skulu berast fyrir 11. febrúar 2013 á netfangið helgi@tvihorf.is sem pdf-skjal.

Þau verk sem tilnefningu hljóta, verða ljósmynduð sérstaklega.

Harpa hlaut menningarverðlaun DV í flokki arkitektúrs 2012.
















Yfirlit



eldri fréttir