Reykjavík Fashion Festival (RFF) verður haldin dagana 14.-16. mars í ár, samhliða HönnunarMars. Þeir sjö hönnuðir sem valdir voru til þátttöku í RFF í ár eru:
ANDERSEN & LAUTH
Andersen & Lauth á rætur sínar að rekja til fyrstu íslensku klæðskeraverslunarinnar sem stofnuð var árið 1934. Í dag standa fjórar konur að baki merkisins, þær bera sögu þess í brjósti sér og hanna samkvæmt þeirri hágæða venju. Hönnun Andersen & Lauth er drifin áfram af ástríðu fyrir handiðn, nákvæmni og þrá til að skapa tilþrifamikla hönnun með menningarlegri arfleifð. Haust- og vetrarlína Andersen & Lauth 2013 er innblásin af list og menningu í bland við vintage og rómantík.
ELLA
Íslenska slow-fashion fatamerkið ELLA var stofnað árið 2011. Elínrós Líndal, ásamt hópi hæfileikaríkra kvenna, stendur að merkinu og markmiðið er skýrt: að koma heilindum í heim tískunnar. Þær leggja megin áherslu á gæði í efnavali og klassískum stíl. Línan sem verður kynnt á RFF í ár endurspeglar hugarástand teymisins fyrir komandi árstíð. Eftir nokkurra ára skeið af undanhaldi er komin tími til að gleðjast, þó ekki of hátt, en með sæmd og aðgætni í huga.
FARMERS MARKET
Íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market var stofnað af listaparinu Bergþóru Guðnadóttur, hönnuði og Jóeli Pálssyni, tónlistarmanni árið 2005. Hönnun Farmers Market er innblásin af einstakri íslenskri arfleifð, tilþrifamikilli íslenskri tónlist og skandínavískum stíl í bland við nútíma glæsileika. Náttúruleg efni, fagleg vinnubrögð og virðing fyrir umhverfinu eru lykilgildin fatamerkisins. Fatnaður og fylgihlutir frá Farmers Market eru hannaðir á einstaklega vandaðan og klæðilegan hátt og eru tilvalin fyrir hin ýmsu tækifæri, allt frá útivist til daglegs borgarlífs.
HUGINN MUNINN
„Fínn klæðnaður skal ekki marka leið neins, en hjálpa hverjum og einum að finna sína eigin.” - eru einkunnarorð íslenska merkisins Huginn Muninn. Fyrstu skyrtulínur merkisins voru innblásnar af íslenskri sögu og arfleifð. Síðar fóru að myndast nýjar áherslur en upprunarleg gildi merkisins eru alltaf til staðar. Ráð Hugins Munins endurspeglast með ímyndarþróun merkisins sem leitast við að sækja, finna og fagna þeim einstaklingum, óháð bakgrunni, sem eru samkvæmir sjálfum sér. Þeir fylgja ástríðu sinni og tileinka framlagi sínu og tíma sínum til þess að skapa það besta sem völ er á.
JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON
JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON is an Icelandic fashion label, launched by fashion designer Guðmundur Jörundsson (best known for his work as a head designer for the menswear label KORMÁKUR & SKJÖLDUR) and his partner Gunnar Örn Petersen in October 2012. Their first collection received critical acclaim and blew fresh winds into the Icelandic fashion scene.
MUNDI í samstarfi við
66º NORTH
Mundi og 66°Norður eru stolt af því að kynna nýtt samstarf. "MUNDI 66°NORTH" er blanda af afburða faglegri framleiðslu og hönnun 66°Norðurs og súrrealískum heimi Munda. Lína er kölluð "post-post-apocalypse" og er mjög hugmyndafræðileg en jafnframt praktísk. Hver sá sem lítur til framtíðar við öflun svara um himingeiminn og er eigi hræddur við að ávinna sér óvinsældir í þeim tilgangi, mun ekki verða fyrir vonbrigðum.
REY
Árið 2010 stofnaði fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir merkið REY. Hönnun REY snýst um gæði og heiðarleika og fagurfræðin er mínímalísk þó með blæbrigðarmun. Markmið er að halda áfram að framleiða tímalausan, fágaðan kvenklæðnað sem verður ávalt í uppáhaldi eigandans. Mikil áhersla er lögð á gæði í efnavali og klæðskerasaum. Klassískum flíkum frá REY er hægt að klæðast aftur og aftur.
Ljósmynd: Ruediger Glatz