HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu/kynningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í 2.-6. maí. Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar.
Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Ný valnefnd er skipuð við hverja sýningu. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir. Umsækjendur eru hvattir til að hafa þessa árstíð í huga þegar þeir velja listmuni/vörur til kynningar.
Niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir 15. febrúar 2013.
Það er mikilvægt að allir sem huga á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar/kynningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina. Umsókn verða að fylgja 6 myndir af verkum eða 6 sýnishorn (ekki fleiri og ekki færri) og ferilskrá. Mikilvægt er að öll umbeðin gögn fylgi umsókninni. Sendið umsókna á
handverk@handverkoghonnun.is
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á
handverkoghonnun.is