Nú gefst hönnuðum og skapandi fólki tækifæri á að sækja um skóla/vinnustyrk frá Arctic Paper og verður þremur skólastyrkjum úthlutað. Þeir aðilar sem hljóta styrkinn fá að dvelja í 4 vikur hver í íbúð með vinnusvæði á vegum Arctic Paper í listaborginni Berlín í júní, júlí, ágúst eða september 2013.
Þeir aðilar sem hljóta styrkinn munu vinna að verkum sínum með samspil pappírs á hefðbundinn og stafrænan hátt í huga, sem verkefni á meðan á dvöl stendur. Sýningar verða settar upp í kring um verkefnið og sýnd almenningi,með umfjöllun í dagblöðum og á bloggi. Til stendur að fara með sýningarnar um Evrópu 2014.
Í dómnefnd eru 3 óháðir aðilar sem meta innsendar tillögur: Gerhard Steidl, grafískur hönnuður og prentari, Roland Nachtigäller, listfræðingur og Czeslawa Frejlich sem er prófessor í listháskólanum í Kraká og kennir iðnhönnun í skólanum. Dómnefndin ákveður hverjir fá námsstyrk á grundvelli innsendra verka.
Allar frekari upplýsingar um styrkinn er að finna á
munkenworks.com. Þar er hægt að lesa sér til um skólastyrkinn, vinnusvæðið, íbúðina, dómnefndina og þar eru umsóknareyðublöð til að fylla út. Umsóknarfrestur er til 15.mars 2013. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir beint á
helmut.klinkenborg@arcticpaper.com
Það sem er í boði fyrir þá sem hljóta styrkinn:
-
Fullbúin íbúð og vinnustofa í Berlín, hiti, vatn og rafmagn er innifalið
-
Námsstyrkur að upphæð 1.000 evrur í eingreiðslu
-
Birting listaverka í dagblöðum og bloggi ásamt sýningu
-
Ferðakostnaður endurgreiddur miðað við „Economy Class“, fram og tilbaka.
-
Handklæði og rúmföt verða á staðnum