Fréttir

3.2.2013

HonnunarMars.is er í vinnslu



Heimasíða HönnunarMars er í vinnslu og opnar um miðjan febrúar. Þangað til má finna allar helstu upplýsingar um hátíðina hér.

HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013. Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

Stiklað á stóru:

Skráning viðburða:
Frestur til að skrá viðburði er til og með 7. febrúar. Skráningareyðublað má finna hér. Með skráningunni skulu fylgja myndir í prentupplausn sem eru lýsandi fyrir viðburðinn. Myndefni skal vera merkt nafni viðburðar og sent á myndir@honnunarmidstod.is.

Fyrirlestradagur:
Miðar fara í sölu 30. janúar og verða til sölu á midi.is, forsöluverð til 1. mars er 3900kr. og eftir 1. mars verður það 5900kr. HönnunarMars 2013 hefst eins og áður, fimmtudaginn 14. mars í ár, með spennandi fyrirlestradegi þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu.

Umsóknarfrestur fyrir DesignMatch:

Frestur er til og með 15. febrúar, sendið PDF. allt að 5 síður á info@honnunarmidstod.is . Á DesignMatch, sem fer fram í Norræna húsinu 15.mars gefst íslenskum hönnuðum tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín.

Hönnuðir hittast:
Hönnuðir hittast næst 30 janúar kl. 17:30 á Bergson, þá er vika í skil á efni í dagskrá. Næsti hittingur þar á eftir er 27. febrúar og svo verður endurmatsfundur HönnunarMars þann 10 apríl.
















Yfirlit



eldri fréttir