Fréttir

20.1.2013

Barnamenningarhátíð | Opið fyrir umsóknir




Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 23. - 28. Apríl. Höfuðborgarstofa hvetur alla sem hafa áhuga á því að efla barnamenningu, hverju nafni sem hún nefnist, að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 18. febrúar. Barnamenningarhátíð er kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.Umsóknir berist til barnamenningarhatid@reykjavik.is.

Hönnuðir og arkitektar tóku virkan þátt í einum stærsta viðburði Barnamenningarhátíðar árið 2010, í verkefninu Dyndilyndi sem Myndlistaskóli Reykjavíkur stóð fyrir. Verkefnið byggðist á samvinnu og samtali barna annars vegar og listamanna og hönnuða hins vegar. Afrakstur samstarfsins var sýndur í Listasafni Íslands á áðurnefndri hátíð.

Hér sést mynd af verkefni Munda fatahönnaður sem hann vann út frá ormi úr pappír sem ungur nemandi Myndlistaskólans gerði. Af öðrum verkum sýningarinnar mætti nefna Hillu Sillu Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuðar þar sem hún lék sér með skalann í rýmum safnsins og nýjan aðalgang fyrir safnið, fyrir dýr af öllum stærðarinnar gerðum, hannað og smíðað af arkitektunum Kristjáni Eggerts í Krads og Teresu Himmer.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins www.dyndilyndi.is  sem er hönnuð af grafísku hönnuðunum Borghildi Ínu Sölvadóttur og Rán Flygenring.
















Yfirlit



eldri fréttir