Fréttir

20.1.2013

Ný ráðgjafaþjónusta fyrir fatahönnuði



Gunnar Hilmarsson fatahönnuður hefur stofnað ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki fyrir fatahönnuði sem nefnist Uncut Fabric þar sem markmiðið er að tengja hönnuði við rétta framleiðendur. Hann hefur mikla reynslu af framleiðslu í Evrópu og Asíu og er búin að byggja upp þétt tengslanet á þeim svæðum sem hann hefur starfað. Gunnar hefur nýstofnað merkið Freebird ásamt félögum sínum í New York og hefur auk þess komið að framleiðslu Andersen og Lauth, All Saints, Day Birger et Mikkelsen o.fl.

„Flest lítil og meðalstór fyrirtæki í fatahönnun glíma við ýmis vandamál tengd frameiðslu. Algengast er að magnið sé vandamál, verðin eða yfirleitt það að fá framleiðendur til að framleiða flíkurnar þar sem þær passa ekki inn í fyrirfram ákveðin framleiðsluþægindi sem verksmiðjan gefur sér.

Það eru hinsvegar enn til framleiðendur sem skilj mikilvægi góðs handverks og eru til í að vinna með góðum hönnuðum. Ég hef ákveðið að samhliða öðrum verkefnum að bjóða fatahönnuðum ráðgjöf og þjónustu við að leita af réttum framleiðendum, sem henta þeim og þeirra hönnun. “ - segir Gunnar.

Fatahönnuðir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent Gunnari póst á gunni@freebirdclothes.com
















Yfirlit



eldri fréttir