Fréttir

25.1.2013

Hönnunarsjóður Auroru | Næsti umsóknarfrestur 15. febrúar



Næsta úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru verður í mars og er umsóknarfrestur til og með 15. febrúar. Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan í byrjun árs 2009 og úthlutað hefur verið úr honum tvisvar á ári, 6-10 milljónir í hvert sinn.

Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem hönnuðir hafa skýra sýn og markmið. Markmiðið með sjóðnum er að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Markmið hans er að styrkja hönnuði til að koma sjálfum sér, hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri og aðstoða við vöruþróun og markaðssetningu hérlendis og erlendis.

Þeir hönnuðir og hönnunarverkefni sem hlutu styrkveitingar í síðustu úthlutun, sem var þann 27. nóvember s.l. voru:

Fathönnunarverkefnið Ostwald Helgason (1.5 milljón)
Ingvar Helgason og Susanne Ostwald fatahönnuðir, fyrir frekari þróun og markaðsstarf fyrir fatalinun sína og þátttöku í tískuvikunni í New York í maí 2013.

Spark Design Space (1.2 milljón)
Fyrir gerð kynningarefnis um hönnun og hönnuði sem sýnt hafa í galleríinu.

Vöruhönnunarverkefnið Textasíða (1.2 milljón)
Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdótir vöru- og grafískir hönnuðir, fyrir frekari vöruþróun og undirbúning verkefnisins Textasíður fyrir fjöldaframleiðslu.

Rannsóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi Gísla B. Björnssonar (1.2 milljón)
Ármann Agnarsson grafískur hönnuður, fyrir rannsóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar í tengslum við uppsetningu sýningar sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.

Arkitektúr, bókverk (750 þúsund)
Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Magnúsdóttir sagnfræðingur, fyrir rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.

Guðrún Eysteinsdóttir textílhönnuður (500 þúsund)

Styrkur til starfsnáms hjá Center for Advanced Textiles (CAT) í Glasgow, Skotlandi.

Hildigunnur Sigurðardóttir fatahönnuður (500 þúsund)
Styrkur til starfsnáms hjá fatahönnuðinum Roland Mouret í London.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins www.honnunarsjodur.is
















Yfirlit



eldri fréttir