Hönnunarstefna fyrir Ísland verður kynnt í ríkisstjórn í febrúar 2013. Meðfylgjandi drög liggja nú fyrir og óskar stýrihópur verkefnisins eftir rafrænum athugasemdum við þau fyrir mánudaginn 11. febrúar 2013. Athugasemdirnar skulu sendar á postur@anr.is - merktar HÖNNUNARSTEFNA - aths.
Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland hófst í byrjun árs 2011. Stýrihóp iðnaðarráðherra (nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) skipuðu Sigurður Þorsteinsson, formaður, Sóley Stefánsdóttir og síðar Jóhannes Þórðarson fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og Halla Helgadóttir, fulltrúi Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Að stefnunni unnu einnig Hanna Dóra Másdóttir frá iðnaðarráðuneyti og Katla Maríudóttir frá Hönnunarmiðstöð ásamt fjölda hönnuða, arkitekta og annarra sérfræðinga sem tóku þátt í stefnumótandi fundum sem haldnir voru á meðan á verkefninu stóð.
Drög að Hönnunarstefnu Íslands, smelltu
hér til að hlaða niður skjali.