Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hjá Studiobility fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast samfélaginu, í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 24. janúar klukkan 20.
Dóra Ísleifsdóttir fjallar um hugmyndir og kenningar um hönnun og hönnunarferli. Hún veltir upp spurningum um hvað þurfi til að vera skapandi og hvernig sköpunargáfa og notagildi geta farið saman. Þá er fjallað um samhengi hönnunar og hönnuða við atvinnulífið og samfélagið í heild.
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir veltir upp spurningunum: Hvernig verða hönnuðir framtíðarinnar? Hvað hafa hönnuðir fram að færa fyrir þróun samfélaga? Hvað getur samfélag og atvinnulíf lært af hönnuðum?
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku, viðburðinn má finnna á Facebook,
hér. Eftir fyrirlesturinn verður haldið á Dollý (gamli Dubliners) þar sem umræður geta haldið áfram.
Mynd: Halli Civelek, grafískur hönnuður, notuð með leyfi hönnuðar.