Fréttir

18.1.2013

Sýningin From The Coolest Corner opnar í Oslo, Noregi



Íslenskir skartgripahönnuðir taka þátt í farandssýningu sem nefnist From The Coolest Corner, sem er samsýning framsækinna skartgripahönnuða frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Sýningin opnaði í Ósló um helgina og á næstu þremur árum verður sýningin sett upp í Kaupmannahöfn, Helsinki, Tallin, Gautaborg og München.

Á sýningunni eru sýnd verk eftir 160 hönnuði. Skipaður var sérstakur faghópur til að velja úr umsóknum hönnuða inn á sýninguna. Íslensku hönnuðirnir sem taka þátt í sýningunni eru:
Helga Ragnhildur Mogensen
Orr
Hildur Ýr Jónsdóttir
Hulda B Ágústsdóttir

Sýningin opnar í Ósló þann 19. janúar og stendur til 21. apríl:

The Museum of Decorative Arts and Design, Oslo
St. Olavs gate 1
Open Tue, Wed, Fri 11-17; Thu 11-19, Sat-Sun 12-16

Sýning verður í eftirtöldum borgum á eftirfarandi tímum:

28.6.-15.9.2013 Design Museum Danmark, Kaupmannahöfn
29.11.-12.1.2014 Design Museum, Helsinki
7.3.-11.5.2014 Estonian Museum of Applied Art and Design, Tallinn
31.5.-21.9.2014 Röhsska Museum of Fashion, Design and Decorative Arts, Gothenburg
March 2015 München

Nánari upplýsingar um sýninguna From The Coolest Corner má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir