Fréttir

18.1.2013

Stóllinn Fifty eftir Dögg og Arnved hlaut Wallpaper verðlaun



Hægindastóllinn Fifty eftir Dögg Guðmundsdóttur og Rikke Arnved hjá Arnved studio hlaut Wallpaper hönnunarverðlaunin 2013 fyrir besta garðstólinn. Stóllinn var hannaður fyrir hvortveggja innan-og utandyra notkun og settur í framleiðslu árið 2012 af fyrirtækinu Ligne Roset. Á dögunum var frumsýnd önnur útgáfa af stólnum, á húsgagnasýningu í Köln, en hann er minni og ætlaður sem borðstofustóll.

Í hægindastólinn eru notaðir 350 metrar af reipi sem vafðir eru utan um stálgrind sem teiknar útlínur stólsins. Hann er mjög skúlptúrískur og eru einföld form og hreinar línur í skemmtilegri andstæðu við industrial efnisnotkun, þ.e. stálið og reipið. Stóllinn er innblásinn af stólnum Flag Halyard sem er hefur samskonar efnisntokun en hann var hannaður árið 1950 af danska húsgagnahönnuðinum Hans Wegner.

Þetta er níunda árið sem Wallpaper veitir hönnunarverðlaun nú hönnunarverðlaun í níunda sinn en veitt eru verðlaun í mörgum flokkum. Verðlaunahöfunum verður gert ýtarlega skil í febrúarblaði Wallpaper.
















Yfirlit



eldri fréttir