Fréttir

18.1.2013

Reykjavik Fashion Festival haldið í samstarfi við HönnunarMars



Reykjavik Fashion Festival , RFF verður haldið á sama tíma og í samstarfi við HönnunarMars. Meðal viðburða verða tískusýningar á sviðinu í Eldborg í Hörpu.

Mér finnst samstarf milli Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars í ár mjög spennandi. Í sameiningu munum við standa að stærsta tísku og hönnunarviðburði ársins sem mun veita innblástur, hvetja til nýrra hugmynda, sköpunargleði og tækifæra.“ – segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri RFF.

RFF hefur verið haldið árlega síðan 2009 og verið helsti kynningarviðburður íslenskrar fatahönnunar. Markmiðið er að markaðsetja íslenska fatahönnun og vekja athygli á þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast. Fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt starfandi fólki í tískuiðnaðinum er boðið á hátíðina og gefst þeim tækifæri til að upplifa og kynna sér íslenska fatahönnun ásamt því að kynnast hönnuðunum sjálfum. Hátíðinnni er einnig ætlað að veita áhugafólki innsýn í spennandi heim íslenskrar tísku.
















Yfirlit



eldri fréttir