Fréttir

17.1.2013

Einkenni HönnunarMars 2013



Hönnuðirnir Jónas Valtýsson og Ármann Agnarsson báru sigur úr býtum í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2013. Hugmynd þeirra er smíðuð grind úr tré þar sem stafir mynda nafn hátiðarinnar í eins konar skúlptúr.

Trégrindin, sem er engin smá smíði eða 475 x 350 x 45 cm að stærð, var smíðuð af hönnuðinum Hlyni Axelssyni. Grindin var síðan ljósmynduð af Marino Thorlacius á völdum stöðum í borginni.

Jónas og Ármann segja hönnunina vísa í hlutverk hátíðarinnar sem ómálaðan striga sem hönnuðir setja mark sitt á. Eftir að grindin hafði verið ljósmynduð var hún tekin í sundur og völdu hönnuðirnir fjögur hönnunarteymi stafi til að til að spreyta sig á.

Hönnuðirnir fjórir eru úr mismunandi greinum:

Mundi er fatahönnuður og myndlistarmaður, sem hannar undir eigin merki í Reykjavík. http://www.mundivondi.net/

Vík Prjónsdóttir er teymi hönnuða sem hannar og framleiðir ullarvörur innblásnar af þjóðsögum og náttúru Íslands. http://www.vikprjonsdottir.com/

HAF by Hafsteinn Juliusson er hönnunarstúdíó sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum, allt frá vöruhönnun að innanhúshönnun og upplifunarhönnun.

Marcos Zotes er spænskur arkitekt búsettur á Íslandi. Hann er þekktur fyrir innsetningar sem hann vinnur í borgarumhverfi svo sem opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík.
















Yfirlit



eldri fréttir