Fréttir

5.1.2013

Námskeið og keppni í viðskiptaáætlunargerð



Opni háskólinn í HR, Íslandsbanki og FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) hafa tekið höndum saman og komið á fót viðskiptaáætlanakeppni fyrir konur, nú annað sinn. Það voru þær Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafsdóttir í Volka sem unnu keppnina í fyrra.
 
Opni háskólinn tekur að sér að halda námskeið í gerð viðskiptaáætlana og hefjast þau þann 29. janúar 2013. Eru þau níu talsins og standa yfir í þrjá tíma í senn. Námskeiðið er því alls 27 klukkustunda langt í heildina og stendur til 26. febrúar 2013.

Kennsla fer fram í Opna háskólanum á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15 - 20:15.

Eftir að námskeiðinu lýkur, fá þátttakendur um tvær vikur til að fullklára viðskiptaáætlanir sínar sem síðan verða metnar af matsnefnd. Þá verða 5 bestu viðskiptaáætlanirnar valdar og komast þær áfram í vinnustofu undir leiðsögn færustu aðilanna á þessu sviði. Að lokum verður besta áætlunin valin og hlýtur hún 2.000.000 kr. í styrk frá Íslandsbanka.

Íslandsbanki niðurgreiðir 50% af námskeiðsgjaldi og þarf ein kona með viðskiptaáætlun því aðeins að greiða 45.000 kr. fyrir þátttöku í staðinn fyrir 90.000 kr. Tvær konur með eina viðskiptaáætlun greiða aðeins 74.250 kr. fyrir tvö sæti á námskeiðið í staðinn fyrir 148.500 kr. Við skráningu á námskeiðið þarf að skrá annað nafnið undir "Annað sem umsækjandi vill koma á framfæri" ef tvær konur sækja um saman.

INNTÖKUSKILYRÐI:
Þátttakandi þarf að hafa viðskiptahugmynd til að vinna með. Skila þarf inn grófri skilgreiningu á hugmyndinni á einni síðu við skráningu í flipanum "Fylgiskjöl". Þátttakandi skuldbindur sig til að vinna að gerð viðskiptaáætlunarinnar heima. Hugmyndin fær ekki inngöngu á námskeiðið, hafi hún unnið til verðlauna eða hlotið styrk af einhverju tagi.

Nánari upplýsingar má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir