Fréttir

4.1.2013

Félagsfundur um nýju byggingareglugerðina



Hvað: Almennur félagsfundur um nýju byggingareglugerðina.

Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar klukkan 17,00.

Hvar: Í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands í Þverholti 11.

Stjórn Aí boðar til almenns félagsfundar um byggingareglugerðina, hvað gerst hefur, hver staðan er og hvað framundan er. Á undan almennum umræðum munu nokkrir félagar leitast við að skýra stöðu málsins og forsendur með örstuttum framsögum:

Logi Már Einarsson fyrrverandi formaður félagsins rifjar upp aðdraganda málsins og fer yfir það helsta í viðbrögðum stjórnar og félaga AÍ.

Magnús Skúlason fjallar um þær breytingar frá fyrri reglugerð sem einkum snerta eldri byggingar.

Þorkell Magnússon rifjar upp setningu nýrra mannvirkjalaga sem reglugerðin byggir á og rekur aðkomu lagannefndar AÍ að málinu.

Jóhannes Þórðarson fjallar um samhengi eða skort á samengi milli Menningarstefnu í mannvirkjagerð og mannvirkjalagnna og reglugerðarinnar.

Guðrún Ingvarsdóttir segir frá niðurstöðum af skoðun Búseta á áhrifum reglugerðarinnar.

Jóhann Sigurðsson skoðar breytingar íslensku reglugerðarinnar, m.a. með tilliti til þess sem tíðkast í Noregi.

Sigríður Ólafsdóttir formaður AÍ fjallar um stöðuna sem upp er komin og hvaða leiðir eru mögulegar.

Hrólfur Cela stýrir umræðum.
















Yfirlit



eldri fréttir