Opnað hefur verið fyrir skráningar í dagskrá HönnunarMars sem fram fer í
fimmta sinn dagana 14. - 17. mars 2013.
Frestur til að skrá viðburði rennur út á miðnætti fimmtudaginnn 7.
febrúar. Viðburðum hátíðarinnar er miðlað á heimasíðu HönnunarMars,
www.honnunarmars.is, í appi og í prentuðu dagskrárhefti.
Til að sækja um skráningu viðburðar í dagskrá HönnunarMars fyllir þú út eyðublaðið á skráningarvefnum sem finna má
hér.
Með skráningunni skulu fylgja myndir í prentupplausn sem eru lýsandi fyrir viðburðinn. Myndefni skal vera merkt nafni viðburðar og sent á
myndir@honnunarmidstod.is.
Myndir skulu vera án texta nema viðfangsefnið sé texti. Góð mynd og vel unnin skráning eykur líkur á birtingu.
Athygli skal vakin á því að skráningar þeirra sem ekki eru í fagfélögum Hönnunarmiðstöðvar verða teknar sérstaklega fyrir í stjórn HönnunarMars, sem áskilur sér rétt til að hafna skráningunum uppfylli þær ekki kröfur um þátttöku.
Skráningargjald fyrir aðila sem ekki eru skráðir í fagfélög Hönnunarmiðstöðvar
er 15.000 kr. og er gjaldið innheimt þegar skráning hefur verið samþykkt af stjórn HönnunarMars.
Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband í tölvupósti á
ritstjorn@honnunarmidstod.is og í síma Hönnunarmiðstöðvar Íslands: 771 2200.