Á Mannamóti ÍMARK 30. janúar mun Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar fjalla um HönnunarMars og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves um tónlistarhátíðina. Þessar hátíðir hafa náð að vaxa og dafna vel ásamt því að vekja áhuga erlendis. Mannamót er haldið síðasta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur, kl. 17-18:30 á Marina.
HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013. Frá upphafi hafa það verið íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.
HönnunarMars er fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík þar sem dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.
Tónlistarhátíðin
Iceland Airwaves var fyrst haldin árið 1999 og í upphafi var hátíðin hugsuð sem kynningarhátíð á innlendri tónlist, en er í dag talin ein af helstu alþjóðlegu kynningarhátíðum heims á sviði tónlistar. Mikill fjöldi blaðamanna og starfsmanna tónlistarbransans mætir jafnan á Airwaves hátíðina. Dagskrá hennar nýtur oftar en ekki mikillar hylli innlendra sem erlendra blaðamanna, David Fricke einn af ristjórum Rolling Stone kallaði hana „svölustu tónlistarhátíð heims“ Fjölmargar hljómsveitir, innlendar sem erlendar, hafa vakið alþjóðlega athygli eftir að hafa leikið á Iceland Airwaves. Má þar nefna Of Monsters and Men, The Rapture, Hot Chip, The Bravery, Sigur Rós og Jakobínarína.
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Mannamót eru haldin í samstarfi eftirralda: ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Allir velkomnir, engin skráning bara mæta!
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: miðvikudaginn 30. janúar
Tími: kl.17:00-18:30