DesignMatch er samstarfsverkefni
Hönnunarmiðstöðvar og Norræna Hússins og fer fram í Norræna húsinu
föstudaginn 15. mars.Hönnuðum er boðið að kynna verkefni sín fyrir
erlendum hönnunarfyrirtækjum, framleiðendum og endurseljendum, sem velja
sér 6-8 hönnuði úr innsendingum til að hitta í DesignMatch.
Þó nokkrir samningar hafa verið undirritaðir í kjölfar DesignMatch og vettvangurinn hefur sannað gildi sitt sem tækifær
i
fyrir íslenska hönnuði til að kynna verkefni sín fyrir framleiðendum.
Fyrirtækin sem sækja DesignMatch á HönnunarMars verða kunngjörð á næstu
vikum, en fyrri gestir hafa m.a. verið Design House Stockholm, Iittala,
Normann Copenhagen, One Collection og Artek.
Á fundinum verður farið yfir þátttöku í DesignMatch og það sem mikilvægt er að hafa í huga tengt henni. Einnig verður hugað að framkomu! Sérdeilis mikilvægum þætti í starfi hvers hönnuðar.
Dagskrá Hönnuðir Hittast fyrir HönnunarMars 2013
Hönnuðir hittast einu sinni í mánuði, á miðvikudögum, á Bergson, Templarasundi 3, kl. 17:30-19:00
Viðburðurinn 9.janúar á facebook