Fréttir

14.1.2013

Tveir fyrirlesarar hafa staðfest komu sína á HönnunarMars



HönnunarMars hefst eins og regla er orðin með fyrirlestradegi. Erlendir framúrskarandi fyrirlesarar eru fengir til að miðla þekkingu sinni, reynslu og fyrri störfum. Nú þegar hafa 2 af 4 fyrirlesurum staðfest komu sína en það er annars vegar grafíski hönnuðurinn Inge Druckrey og hins vegar Maja Kuzmanovic sem hefur fjölbreytta reynslu á sviði hönnunar.

Maja Kuzmanovic

Maja Kuzmanovic er hönnuður og fræðimaður á sviði hönnunar. Hún hefur fjölþætta reynslu í gagnvirkni miðlun og hefur unnið fjölmörg verkefni á því sviði með ýmsum fyrirtækjum í Evrópu.

Hún er stofnandi og leiðtogi þverfaglega teymisins FoAM. Hjá FoAM starfa saman hönnuðir, vísindamenn, kokkar, listamenn, verkfræðingar og garðyrkjumenn svo eitthvað sem nefnt. Þar er þekking og reynsla hinna ólíku hópa nýtt til að finna nýstárlegar lausnir til að bæta hversdagslegan veruleikann.

Maja hefur skrifað fjölda greina og hlotið ýmiss verðlaun og viðurkenningar en þar ber helst að nefna titlana „Top 100 Young Innovator“ (1999) og „Young Global Leader“ (2006).

Frekari upplýsingar um Maju má finna hér

Inge Druckrey

Inge Druckrey (f. 1940 í Berlín) útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Kunstgewerbeschule in Basel Switzerland árið 1965. Hún hefur sinnt kennslu síðan hún útskrifaðist og hefur því yfir 40 ára kennslureynslu. Auk skólans sem hún nam í, hefur hún kennt í Yale, Hartford og Rhode Island School of Design.

Hún hefur jafnframt unnið fjölmörg verkefni á sviði grafískrar hönnunar fyrir bæði evrópska og ameríska viðskiptavini. Verkin hennar hafa verið sýnd á mörgum stöðum en af þeim ber helst að nefna sýningu í Walker Art Center og Museum of Modern Art. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, t.a.m. í Cooper Hewitt Museum in New York og Poster Collection í Museum fuer Gestaltung í Zurich.

Sérlega fallega heildamynd um verk Inge;

Inge Druckrey: Teaching to See from Edward Tufte on Vimeo.

















Yfirlit



eldri fréttir